6. fundur 2008 – haldinn 18. ágúst

Stjórnarfundur haldinn 18.08.2008.

Fundinn sem haldinn var í Geysishúsinu á Hellu í tilefni af væntanlegri landbúnaðarsýningu sátu, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri,

1. Saga Búnaðarsambands Suðurlands í 100 ár
Sveinn fór stuttlega yfir útgáfu af sögu BSSL en hún kom úr prentun í dag. Þá var gengið út í anddyri reiðhallarinnar þar sem blaðamenn voru boðaðir  í tilefni af útgáfu bókarinnar. Guðbjörg flutti tölu af því tilefni og fór hlýjum orðum um höfund bókarinnar Pál Lýðsson frá Litlu-Sandvík sem lést 8. apríl sl. Þá afhenti Guðbjörg, Elínborgu Guðmundsdóttur og Þorfinni Þórarinssyni fyrstu eintök af bókinni. Lýður Pálsson sem tók við verki föður síns og fylgdi útgáfu bókarinnar til enda ávarpaði fundinn og fór yfir helstu atriði við lokafrágang hennar.

2. Landbúnaðarsýningin á Hellu
Jóhannes Hr. Símonarson framkvæmdastjóri landbúnaðarsýningarinnar kom á fund stjórnar og fór yfir helstu atriði sem snúa að undirbúningi hennar. Lagt hefur verið í metnaðarfulla sýningu, og engu til sparað við auglýsingar og kynningu. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir um 30 milljón króna veltu og vonandi kemur sýningin út á sléttu eða sem næst því.

3. Önnur mál
Guðbjörg sagði frá fyrirhuguðum formannafundi búnaðarsambandanna 28. ágúst og kynnti þá dagskrá sem fyrir liggur.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið

Guðni Einarsson, fundarritari.


back to top