Opinn dagur á Stóra Ármóti 11.11.11

Haldinn verður opinn dagur á Stóra Ármóti föstudaginn 11. nóvember n.k. Vonast er til að bændur og þéttbýlisbúar sæki búið heim. Allir velkomnir!
Starfsemi tilraunabúsins, Búnaðarsambands Suðurlands, Landbúnaðarháskóla íslands auk fleiri stofnana og fyrirtækja verður kynnt. Þá verða sýndir búfjárdómar, klaufskurður, rúningur o.fl.

Dagskrá:
Kl. 13:00 Opinn dagur hefst – rúningur
Kl. 13:30 Kúadómar
Kl. 14:00 Sauðfjárdómar – klaufskurður
Kl. 14:30 Hrossadómar
Kl. 15:00 Kúadómar – rúningur
Kl. 15:30 Sauðfjárdómar
Kl. 16:00 Klaufskurður
Kl. 16:30 Kúadómar
Kl. 17:00 Opnum degi lýkur

Þau fyrirtæki, félög og stofnanir sem verða á staðnum eru:
Búaðföng
Búnaðarsamband Suðurlands
Bændasamtök Íslands
Fengur – undirburður fyrir búfé
Félag kúabænda á Suðurlandi
Fóðurblandan
Jötunn vélar
Landbúnaðarháskóli Íslands
Landssamband kúabænda
Landssamtök sauðfjárbænda
Landstólpi
Lífland
MS
Sláturfélag Suðurlands
VB landbúnaður


back to top