Hraunkot rígheldur í toppsætið

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð hafa nú verið birtar. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið. Síðustu 12 mánuði hafa 22.259,5 árskýr mjólkað að meðaltali 5.345 kg. Þetta eru sömu afurðir á mánuðinn á undan. Á Suðurlandi eru meðalafurðir á sama tíma 5.455 kg/árskú. Hæsta meðalnyt er í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.355 kg/árskú, næsthæstu meðalafurðir voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð en þar voru þær 7.936 kg og þriðja búið í röðinni er í Reykjahlíð á Skeiðum þar sem meðalnytin var 7.917 kg Þetta eru sömu búin og sátu efst í síðasta mánuði, röðin er þó breytt þannig að búin í Reykjahlíð og á Kirkjulæk hafa skipt um sæti.
Nythæsta kýrin síðustu 12 mánuðina er er Fríða nr. 117 í Hraunkoti í Skaftárhreppi, en hún mjólkaði 12.073 kg á tímabilinu, önnur í röðinni er Tíund nr. 279 í Leirulækjarseli í Borgarbyggð, en hún mjólkaði 11.972 kg, og þriðja í röðinni er Týra 120 í Hraunkoti í Skaftárhreppi en hún mjólkaði 11.858 kg.

Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top