Öllu er nú hægt að stela

Sex stórum áburðarsekkjum, sem hver var um 600 kíló að þyngd, var í nótt stolið af túni við Oddaveg í Rangárvallasýslu. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er talið líklegt að vörubóll með krana hafi verið notaður við þjófnaðinn.
Þeir sem hafa upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110.


back to top