Útlit fyrir góða grassprettu í sumar

Útlit er fyrir góða grassprettu í sumar að sögn Páls Berþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi Veðurstofustjóra, en í Morgunblaðinu í dag birtir hann hefðbundna sprettuspá fyrir komandi sumar. Spá Páls byggist á meðalhita 7 mánaða í Stykkishólmi, október til apríl, en hitafar þar er líkt því sem er að meðaltali á landinu. „Fylgni þessa vetrarhita við heyfeng sumarsins framundan er mjög há, var til dæmis 0,96 árin 1901-1975. Ýmis annar gróður fer líka mjög eftir þessum hita, einkum spretta fjölærra jurta“, segir Páll.

Páll segir jafnframt að þessi vetrarhiti hafi nú verið 1,8°C en hafi síðasta áratug verið að jafnaði 1,6°. Þetta bendir til þess að lítið frost sé í jörðu og mjög litlar skemmdir hafi orðið á rótum grasanna. Á hlýindaskeiðinu 1931-1960 var vetrarhitinn 1,1°C, en lægstur -3°C frostaveturinn 1918, en þá var geysilegt kal í túnum.


„Aðalvinningurinn af þessum hlýindum er að hægt er að spara áburðargjöf. Enn meira má spara með því að forðast eftir föngum að beita túnin á vorin. Þá er hægt að byrja sláttinn fyrr og fá meira hey, auk þess sem það verður þá kjarnmeira en ella, en verstu áhrif vorbeitar á sprettuna felast í þeim átroðningi á túnin sem henni fylgir“, segir Páll í grein sinni.


Útlit fyrir góða grassprettu í sumar

Haft er eftir Páli Bergþórssyni fyrrverandi veðurstofustjóra, á mbl.is í dag að það fari að hlýna og grænka upp úr helginni. „Nú eru hlýindi framundan, sýnist mér,“ segir Páll Bergþórsson, Páll hefur að venju lagt fram grassprettuspá sem er í stuttu máli þannig að hann gerir ráð fyrir góðri grassprettu í sumar, einkum vegna þess hve veturinn hefur verið mildur.
(meira…)


back to top