Nýr bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil

Landgræðsla ríkisins gaf á dögunum út bækling með heitinu „ Er alaskalúpína eða skógarkerfill í þínu nágrenni?“  Þessar tegundir flokkast báðar undir ágengar tegundir en eins og segir í bæklingnum „ágeng tegund er framandi tegund sem hefur verið dreift utan náttúrulegra heimkynna og  ógnar þar líffræðilegri fjölbreytni. Tegundin veldur eða er líkleg til að valda tjóni á efnahag, umhverfi eða er skaðleg heilsu manna.“  Mikilvægt er að hefta útbreiðslu þessara tegunda og er bæklingurinn ein leið í þeirri baráttu.  

Landgræðslan hefur á heimasíðu sinni land.is ítarlegri umfjöllun um þessar ágengu tegundir og er slóðin á þá síðu agengar.land.is


back to top