Nýjar niðurstöður úr gróðursýnum

Komnar eru niðurstöður úr gróðursýnum sem tekin voru 17. maí sl.l á vefinn hjá okkur. Um er að ræða sýni sem efnagreind voru hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Greinilegt er á þessum sýnum að gróður er mengaðar á svæðinu kringum eldstöðina og alls ekki hægt að mæla með því að búfénaði sé beitt undir Eyjafjöllum, í vesturhluta Mýrdals og innst í Fljótshlíð.
Etir því sem fjær dregur eldstöðinni minnkar flúormengunin, sérstaklega þar sem rignt hefur að undanförnu. Úrkoma eða nýtt öskufall breyta þessari mynd að sjálfsögðu mjög hratt.
Niðurstöður úr gróðursýnum 17. maí 2010


back to top