Nú fer hver að verða síðastur!

Nú styttist óðum í 21. júlí en þann dag eru síðustu forvöð sýnenda að panta sýningarpláss og auglýsingaskilti á Landbúnaðarsýninguna á Hellu. Eftir þann dag förum við að móta sýningarsvæðið endanlega með tilliti til þeirra pantana sem þá verða komnar. Siðustu daga hafa pantanir á sýningarsvæðinu því tekið kipp og sem dæmi um fyrirtæki sem pantað hafa sýningarpláss á síðustu dögum eru Landsvirkjun, Varmavélar ehf. og IMPRA á Nýsköpunarmiðstöð.

Alls hafa því ríflega 30 fyrirtæki og stofnanir pantað sýningarsvæði á Landbúnaðarsýningunni á Hellu auk þess sem við vitum af þónokkrum fjölda fyrirtækja sem hafa mikinn áhuga en eiga enn eftir að staðfesta þátttöku. Við væntum þess að forsvarsmenn þessara fyrirtækja taki ákvörðun á allra næstu dögum.

Mikil áhersla hefur verið og verður lögð á að auglýsa sýninguna vel í öllum helstu fjölmiðlum landsins.Sýnendur geta því vænst þess að ná á þessari sýningu vel til markhópsins „Bændur og búalið“ auk þess sem almennir neytendur og áhugafólk um íslenskan landbúnað, dýrahald, landnotkun, landvörslu og íslenska menningu er líklegt til að sækja hana heim.

Smellið hér til að sjá hvaða aðilar hafa staðfest þátttöku á Landbúnaðarsýningunni á Hellu.


back to top