Býflugur á Landbúnaðarsýningu

Nú er orðið ljóst að býflugur verða til sýnis á Landbúnaðarsýningunni á Hellu en sýningin leggur metnað sinn í að sýna öll húsdýr sem yfirleitt er mögulegt. Félagsmenn í Býflugnaræktendafélagi Íslands munu sýna og kynna býflugnarækt en félagsskapurnn var stofnaður árið 2001. Áhugi á ræktun býflugna hefur vaxið með hverju árinu og hunangið sem er afurð býflugnanna fyrir löngu orðið vinsælt meðal þjóðarinnar.

Á sýningunni verður sýnt hefðbundið býflugnabú og auk þess sérstakt sýningarbú. Hunang verður til sölu á staðnum. Gestir sýningarinnar geta verið alls óhræddir við býflugurnar því þeim verður þannig fyrirkomið að þær geti ekki sloppið út og þær verða auk þess undir umsjá fagfólks.


back to top