Niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt

Á nýjum vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is má finna niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt fyrir febrúarmánuð. Upplýsingarnar voru sóttar í Huppu og miðast við stöðuna eins og hún var 10. mars.  Þá höfðu 95% af þeim 585 sem í skýrsluhaldi eru skilað inn mjólkurskýrslum.

Niðurstöðurnar fyrir febrúar miðast við lok mánaðarins og upplýsingarnar voru sóttar í skýrsluhaldskerfið Huppu eins og staðan var á miðnætti þ. 10 mars. Þá höfðu 95% hinna 585 skýrsluhaldara skilað mjólkurskýrslum.
Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.465,5 árskýr mjólkuðu 5.637 kg á síðustu 12 mánuðum og eru það nánast sömu afurðir og við síðasta uppgjör en þá reiknuðust afurðirnar 5.634 kg. Mesta meðalnyt árskúa reiknaðist á búi Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós, sama búinu og undanfarna mánuði. Þar var meðalnyt árskúnna 7.939 kg. Næst í röðinni var bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Þar voru meðalafurðirnar 7.916 kg á árskú. Þriðja búið í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal, þar reiknaðist meðalnytin 7.626 kg. Á 22 búum fóru reiknaðar meðalafurðir yfir 7.000 kg.
Nythæsta kýrin undanfarna 12 mánuði var Urður nr. 1229 á Hvanneyri í Borgarfirði. Hún mjólkaði 12.932 kg. Önnur í röðinni yfir nythæstu kýrnar var kýr nr. 474 á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, nyt hennar var 12.220 kg. Sú þriðja á listanum var Hönk nr. 476 í Nesi í Höfðahverfi en hún mjólkaði 11.877 kg. Á síðustu 12 mánuðum skiluðu 16 kýr hærri nyt en 11.000 kg og þar af 2 yfir 12.000 kg.

back to top