Fréttir af ungum bændum

Síðastliðinn laugardag var aðafundur Félags ungra bænda á Suðurlandi haldinn í Gamla fjósinu á Hvassafelli.  Á fundinum var fámennt en góðmennt og í stjórn voru kosin Guðfinna Lára Hávarðardóttir formaður, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir ritari og Bjarni Ingvar Bergsson gjaldkeri.  Um næstu helgi verður svo aðalfundur Samtaka ungra bænda haldinn á Egilsstöðum.  

UM FÉLAG UNGRA BÆNDA
Snemma árs 2009 kviknaði sú hugmynd meðal nokkurra ungra bænda að stofna samtök. Ástæðan var fyrst og fremst sú að ungir bændur eru fáir og láta málefni stéttarinnar ekki nægjanlega mikið til sín taka.
Því hófu nokkrir áhugasamir aðilar undirbúning að stofnun samtakanna og unnu að því um sumarið. Tilgangur samtakanna er að sameina unga bændur á Íslandi um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra. Jafnframt að vinna að bættri ímynd landbúnaðar með kynningar- og fræðslustarfi.
Stofnfundurinn var síðan haldinn í Dalabúð, Búðardal, föstudaginn 23. október 2009. Meðal þeirra sem fluttu erindi á stofnfundinum voru, Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

back to top