Námskeið fyrir kúabændur á Suðurlandi.Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa

Námskeiðið er haldið af Búnaðarsambandi Suðurlands/Kynbótastöð ehf og verður á Stóra Ármóti fimmtudaginn 27.maí

Kennari er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir

Á námskeiðinu er fjallað um æxlunarlíffræði mjólkurkúa, skýrt út hvernig sæðing gengur fyrir sig, hvaða hormón stýra æxlunarferlinu, hvernig eggjastokkarnir breytast í gegnum gangferilinn.

Gerð er grein fyrir hvernig frjósemi mjólkurkúa er háttað við íslenskar aðstæður, hvernig beiðslisgreiningin tekst og hver árangur sæðinganna er.

Gangferlinum er lýst og hvernig kýrnar haga sér á gangmálum.

Rætt er um hvenær er rétt að sæða kýrnar þegar þær sjást beiða.

Hvenær er rétt að byrja að sæða eftir burðinn og hvað gæti verið besta bilið á milli burða og hvernig því verður náð.

Kynnt eru hjálpartæki sem geta komið að gagni til að finna og greina beiðsli og frjósemishluti skýrsluhaldsforritsins Huppu er kynntur. Boðið er upp á að skoða lauslega hvernig ástandið er á einstökum búum með því að skoða stöðuna skv. Huppu.

Skýrt er út hvernig þau lyf sem dýralæknar geta gripið til virka.

Námskeiðslengdin miðar við að vera á milli mála, byrja kl 10:30 og ljúka kl 16:30 með eðlilegum hléum. Skráning hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800


back to top