Ræktum Ísland – Þingborg 14. júní

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur fundi um land allt fyrri hluta júnímánaðar til að ræða Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland við bændur og hagaðila og verður Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum.

Með fundunum vill ráðherra opna á frekara samtal og samráð við bændur um stefnumótunina en verkefnastjórnin hefur lagt til tillögur í 19 efnisköflum. Skjalið er í Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí n.k. en einnig verður hægt að koma athugasemdum á framfæri á fundum ráðherra um landið og með tölvupósti til ráðuneytisins postur@anr.is.
Hér má finna umræðuskjalið Ræktum Ísland! (pdf)
Umræðuskjalið Ræktum Ísland (hljóðbók)

Fundir sem eftir eru verða:
Á Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
Á höfuðborgarsvæðinu 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Opinn fjarfundur 16. júní kl. 12:00. Skráning auglýst síðar.
Hægt verður að nálgast upplýsingar um fundina á Facebooksíðu ANR (https://www.facebook.com/www.ANR.is) og heimasíðu ráðuneytisins www.anr.is.

 


back to top