Mikið fé í húfi

Þessa dagana er verið að taka fyrir nokkur mál tengdum úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendur á svokölluðu svæði fimm, sem nær frá Fljótsdal í suðri til Þistilfjarðar í norðri. Óbyggðanefnd úrskurðaði nokkur svæði sem voru innan þinglýstrar eignar jarðanna sem þjóðlendur og vilja landeigendur fá þeim úrskurðum hnekkt.

Meðal jarða sem þetta á við um eru kirkjujarðirnar Valþjófsstaður og Hof. Að sögn Ólafs Björnssonar, lögmanns hluta jarðeigendanna, eru töluverðir fjárhagslegir hagsmunir í húfi, þar sem nokkrum landeigendum hafa verið dæmdar bætur fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar upp á 1,6 milljarða króna.


Hluti þeirra bóta rennur til ríkisins ef úrskurður óbyggðanefndar stendur.
 


back to top