Magnús B. Jónsson hlýtur heiðursviðurkenningu LK 2013

Í dag var fyrri dagur aðalfundar LK og var hann í beinni útsendingu á vef LK naut.is. Margt fróðlegt kom þar fram en setningarræðu flutti Sigurður Loftsson formaður LK þar sem hann fór yfir starfið frá síðasta fundi. (Setningarræða Sigurðar Lofstssonar). Þá var Magnúsi B. Jónssyni veitt heiðursviðurkenning LK 2013. Magnús er bændum að góðu kunnur enda hefur hann starfað fyrir þá í áratugi bæði sem ráðunautur og skólastjóri á Hvanneyri. Útsendingu frá fundinum er lokið en upptaka af fundinum verður aðgengileg fljótlega á síðunni naut.is.


back to top