Opin málstofa um beitarmál

Í tengslum við aðalfund Landsambands sauðfjárbænda verður haldin opin málstofa um beitarmál.  Málstofan verður á Hótel Sögu föstudaginn 5. apríl kl. 14.30-16.30.  Þar verður fjallað um beitarnýtingu og landgræðslustörf bænda.

Málstofan er öllum opin og allir velkomnir sem áhuga hafa.
Framsögumenn verða þrír. Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, en hún mun í stuttu máli fara yfir umfang og sögu sauðfjárbeitar hér á landi og áhrif hennar á gróður og landslag.  Þar mun hún styðjast við nýjar rannsóknir á sögu gróðurs og jarðvegs á Íslandi.  Þá mun hún einnig fjalla um strauma og stefnur í beitarfjæðum erlendis og sampil beitar og náttúruverndar.   Þá verðar tveir hérðasfulltrúar hjá Landgræðslunni. Gústav Ásbjörnsson sem mun fjalla um verklag og aðferðir við mat á ástandi afrétta.  Hann mun líka fjalla um mat á gróðurframvindu á landinu á síðustu árum, framtíðarsýn varðandi ástandsmatið og fleira. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir kynnir svo samstarf bænda og landgræðslunnar og segir frá stöðunni á verkefninu Bændur græða landið og árangur þess og fleira.


back to top