Lög um búfjárhald og velferð dýra samþykkt á Alþingi

Í gær voru lög um búfjárhald og lög um velferð dýra samþykkt á Alþingi. Nokkur umræða var um þann hluta sem stóð að dýravelferð, en einkum var það gildruveiðar á mink og gelding grísa sem þingmenn voru ekki á eitt sáttir.
 

Í samantekt á vef Bændablaðsins kemur fram að „þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Kristinn Guðfinnsson og Jón Gunnarsson, lögðu fram breytingartillögu þar sem kvað á um að fleirum en dýralæknum væri heimilt að gelda grísi yngri en vikugamla ef verkjastillandi lyfjum væri beitt meðfram geldingunni. Sú breytingartillaga var felld. Sömu þingmenn lögðu fram breytingartillögu um rýmri heimild til aflífunar minka með drekkingu. Sú breytingartillaga var einnig felld.
 
Lögin voru samþykkt með breytingatillögum meirihluta atvinnuveganefndar en megin breytingarnar lutu að því að heimilt væri að aflífa minka með drekkingu enda væri um að ræða gildruveiði sem hluta af skipulögðum aðgerðum til að halda minkastofninum í skefjum sem heimil er samkvæmt ákvæðum laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Slík gildruveiði yrði þó aðeins heimil að hún hafi verið tilkynnt Umhverfisstofnun.“
 
 Sjá nánar:

back to top