Landbúnaðarstofnun verður Matvælastofnun

Frá og með 1. janúar 2008 tóku gildi breytingar á starfsemi Landbúnaðarstofnunar. Nafni stofnunarinnar hefur verið breytt í Matvælastofnun (e: Icelandic Food and Veterinary Authority) og samhliða þessari nafnabreytingu munu verkefni stofnunarinnar breytast í þá veru að matvælasvið Fiskistofu og matvælasvið Umhverfisstofnunar færast yfir til Matvælastofnunar. Jafnframt hefur nýtt merki verið hannað utan um skammstöfun stofnunarinnar, MAST.

Heimilsföng fyrrum Landbúnaðastofnunar breytast ekki né heldur kennitala og símanúmer.

Þeir starfsmenn sem starfað hafa á matvælasviði Fiskistofu og Umhverfisstofnun munu með þessum breytingum verða starfsmenn Matvælastofnunar en starfa fyrst um sinn á núverandi starfsstöðvum sínum. Hluti þessara starfsmanna mun síðan starfa við skrifstofu inn- og útflutningsmála á höfuðborgarsvæðinu en aðrir á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi.

Símsvörun til þessara starfsmanna mun hins vegar breytast strax og fara í gegnum skiptiborð Matvælastofnunar í síma 530-4800. Netföng allra starfmanna breytast og fá endinguna @mast.is. Ný vefslóð Matvælastofnunar er www.mast.is


back to top