Kynbótasýning á Sörlastöðum í Hafnarfirði

Ræktendur og sýnendur munið að í dag er síðasti skráningardagur á sýninguna á Sörlastöðum. Tekið er við skráningum í síma 480-1800 en einnig er hægt að skrá með því að smella hér.

Sýningargjald á hvert hross er 10.500 kr. Ef hross er einvörðungu skráð í byggingardóm er sýningargjaldið 7.000 kr.
Það skal hins vegar skýrt tekið fram að nauðsynlegt er að geta þess um leið og hrossið er skráð að það eigi einungis að mæta í byggingardóm, ef það er ekki gert er litið svo á að það eigi að fara í fullnaðardóm.

Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok síðasta skráningardags 4. maí er viðkomandi hross ekki skráð í mót.

Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1 á Selfossi eða inn á reikning nr. 0152-26-1618, kt: 490169-6609.

Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun til Búnaðarsambandsins, faxnúmerið er 480-1818. Mjög brýnt er að merkja greiðslu með númeri og nafni hrossins. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is.

Hægt er að greiða sýningargjöldin með kreditkorti.

Endurgreiðsla á sýningargjöldum kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföll áður en sýningar hefjast. Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða.

Helstu breytingar frá því í fyrra eru sem hér segir:


  1. Allir stóðhestar sem koma til kynbótadóms fimm vetra og eldri þurfa að vera DNA-greindir til staðfestingar á ætterni. Taka þarf stroksýni úr nös og þarf vitneskja um sýnatöku að liggja fyrir í WorldFeng fyrir sýningu.

  2. Allir stóðhestar 5 vetra og eldir sem koma til dóms þurfa að skila inn vottorðum um að úr þeim hafi verið tekið blóðsýni. (Áður voru það líka yngri hestar). Þarf ekki að framvísa vottorðum fyrir hesta sem þegar liggur fyrir í WF að búið er að taka blóð úr.

  3. Hófar mega ekki vera lengri en 9,0 cm. Undantekningar frá þessari reglu má gera þegar hæð á herðar mælist 137-144 cm, mælt með stangarmáli, en þá má hóflengd vera allt að 9,5 cm og ef hæðin er 145 cm eða meira má hóflengdin vera allt að 10,0 cm. Ekki má muna meira e 2 cm á lengd fram- og afturhófa.

  4. Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm (var áður 22 mm). Sama breidd skal vera á fram- og afturfótaskeifum.

  5. Viðbót við áður samþykktar reglur varðandi röntgenmyndir. “Hestur hlýtur ekki dóm nema myndataka hafi farið fram og niðurstöður liggi fyrir í WorldFeng”. (Áður var nóg að framvísa vottorði um að búið væri að taka röntgenmynd). Á komandi ári þurfa 5, 6, 7 og 8 vetra hestar að vera myndaðir. Hestar fæddir árið 1998 eða fyrr þurfa ekki að vera myndaðir.

Reglur um kynbótasýningar má sjá í heild sinni með því að smella hér.  Að gefnu tilefni skal það tekið fram að öll hross sem koma til dóms verða að vera einstaklingsmerkt, þ.e. frost- eða örmerkt.


Búnaðarsamband Suðurlands


back to top