Kvótamarkaður í mjólk

Við minnum á að næsti tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk fer fram þann 1. september 2015. Kaup- og sölutilboðum þarf að skila til Matvælastofnunar fyrir þann 25. ágúst n.k. Í sumar varð breyting á reglugerð, þess efnis að nú er heimilt að flytja greiðslumark milli tveggja lögbýla á jörð í eigu/ábúð handhafa geiðslumarks.
Þeir sem hyggjast kaupa eða selja á greiðslumark ættu að kynna sér leiðbeiningar vel og athuga að útvega öll fylgigögn í tíma.

Með sölutilboði skal fylgja:
• Veðbókavottorð til staðfestingar á eignarhaldi lögbýlis.
• Eftir atvikum staðfesting á að ábúandi eða leigutaki lögbýlis sé tilboðsgjafi.
• Samþykki eiganda/eigenda lögbýlis sé sá eða þeir ekki seljandi/ur og geiðslumarkið ekki sérskráð.
• Samþykki þinglýstra veðhafa.

Með kauptilboði skal fylgja:
• Bankaábyrgð fyrir greiðslu á greiðslumarki í samræmi við ofanritað tilboð eða bankaávísun fyrir tilboðsfjárhæð.
• Þinglýsingarvottorð til staðfestingar á eignarhaldi lögbýlis.
• Eftir atvikum staðfesting á að ábúandi / leigutaki lögbýlis sé tilboðsgjafi.

Nánari upplýsingar á vef Matvælastofnunar mast.is

Ný reglugerð um aðilaskipti að greiðslumarki mjókur á lögbýlum á stjornartidindi.is

 


back to top