Réttir á Suðurlandi 2015

Réttardagar á Suðurlandi eru nú óðum að koma í ljós og margir bíða spenntir eftir þessum dögum. Við birtum hér lista yfir þá réttardaga sem komnir eru. Alltaf getur orðið breyting á réttardögum og hvetjum við áhugasama um að fá þetta staðfest af heimamönnum, sérstaklega ef um lengri leið er að fara.  Fyrstu réttir eru föstudaginn 11. september, Skaftholtsréttir og Hrunaréttir, en þær síðustu fimmtudaginn 24. september, Landréttir við Áfangagil.

Réttardagar á Suðurlandi haustið 2015

Austur-Landeyjaréttir við Miðey Rangárvallasýslu Sunnudaginn 20. september
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit Árnessýslu Sunnudaginn 20. september Um kl. 17.00
Fjallrétt við Þórólfsfell Rangárvallasýslu Mánudaginn 14. september
Fjótshlíðarrétt í Fljótshlíð Rangárvallasýslu Sunnudaginn 20. september
Fossrétt á Síðu, Skaftárhreppi Vestur-Skaftafellssýslu Laugardaginn 12. september Um kl.13.00
Grafarrétt í Skaftárhreppi Vestur-Skaftafellssýslu Vantar upplýsingar
Haldréttir í Holtamannaafrétti Rangárvallasýslu Sunnudaginn 20. september  Óstaðfest
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit Árnessýslu Laugardaginn 19. september Um kl.15.00
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi Árnessýslu Föstudaginn 11. september Kl.10.00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól Árnessýslu Laugardaginn 19. september Um kl.14.00
Landréttir við Áfangagil Rangárvallasýslu Fimmtudaginn 24. september Um kl.12.00
Laugarvatnsrétt, Laugarvatni Árnessýslu Sunnudaginn 13. september Kl.16.00
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum Rangárvallasýslu Laugardaginn 19. september  Kl. 11.00
Reykjaréttir á Skeiðum Árnessýslu Laugardaginn 12. september Um kl. 09.00
Selflatarrétt í Grafningi Árnessýslu Mánudaginn 21. september Um kl.10.00
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum Rangárvallasýslu Sunnudaginn 20. september
Selvogsrétt í Selvogi Árnessýslu Sunnudaginn 20. september Um kl.09.00
Skaftárrétt í Skaftárhreppi Vestur-Skaftafellssýslu Laugardaginn 12. september Kl.09.00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi Árnessýslu Föstudaginn 11. september Kl.11.00
Tungnaréttir í Biskupstungum Árnessýslu Laugardaginn 12. september Um kl.09.00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti Rangárvallasýslu Sunnudaginn 20. september
Þóristunguréttir Holtamannaafrétti Rangárvallasýslu Sunnudaginn 20. september  Óstaðfest
Ölfusréttir í Reykjadal, Ölfusi Árnessýslu Sunnudaginn 20. september Um kl.16.00

Réttardagana má svo sjá á viðburðardagatalinu hér á síðunni, ekki birtast nema 5 viðburðir svo það þarf að ýta á „sjá alla“ til að allir réttardagarnir sjáist. Vinsamlegast sendið okkur ábendingar á helga@bssl.is ef þið eruð með athugasemdir eða leiðréttingar á yfirlitinu.


back to top