Kúasýningunni KÝR 2011 aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa kúasýningunni KÝR 2011 sem vera átti laugardaginn 27. ágúst n.k. Ástæðan er þátttökuleysi en alltof fáir gripir voru skráðir til leiks. Búnaðarsambandið og Félag kúabænda á Suðurlandi þakka þeim kærlega sem skráðu gripi til sýningar en því miður er ekki hægt að standa fyrir sýningu með fjölda sem skráður var.

Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi


back to top