Flúor mældist ekki

Þann 14. júní s.l. voru tekin gróðursýni á eftirtöldum bæjum; Kálfafelli, Kirkjubæjar-klaustri, Fagurhlíð, Austurhlíð, Ytri-Ásum og Herjólfsstöðum(sjá töflu). Mælingarnar fóru fram hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en mæld voru flúor F, kalsíum Ca, magnesíum mg, kalí K, natríum Na, fosfór P, brennisteinn S og járn Fe.
Flúor mældist ekki í gróðursýnunum sem tekin voru. Járn hafði lækkað verulega frá því 25. maí síðast liðinn. Miðað við þessar niðurstöður þá ætti askan að hafa jákvæð áhrif á gróðurinn.

Sjá nánar:
Efnainnihald gróðursýna 14. júní 2011


back to top