KS og SKVH með hæsta verðið á kindakjöti til bænda

SAH gaf út afurðaverð fyrir haustið í vikunni. Í tilkynningu félagsins segir m.a: „Verð dilkakjöts hækkar að jafnaði um 6-7% aðeins mismunandi á milli flokka, en verð fyrir fullorðna hrúta lækkar nokkuð, og verð fyrir ærkjöt lækkar lítillega.“ SV gaf síðan út verð í dag. Þar með hafa sex af sjö afurðastöðvum gefið út verð fyrir haustið, þar af SS tvisvar. Fjallalamb hefur ekki sent neitt frá sér ennþá.
Eins og fyrri ár reikna Landssamtök sauðfjárbænda vegið meðalverð á kindakjöti hjá einstökum afurðastöðvum eftir því sem verðskrár birtast. Meðalverðið miðast við kjötmat og sláturmagn í vikum 34-45 eins og það var á landinu öllu árið 2011 og innifelur þær álagsgreiðslur sem fyrirtækin bjóða á þessu tímabili.

  Afurðastöð Lambakjöt Annað kindakjöt Heildarverð
KS og SKVH 527 kr. 247 kr. 498,21
SV 527 kr. 244 kr. 497,22
SAH 526 kr. 240 kr. 496,21
SS 525 kr. 249 kr. 496,14
NL 524 kr. 248 kr. 495,13
Viðmiðunarverð LS 550 kr. 249 kr. 519,53
Landsmeðaltal 2011 502 kr. 249 kr. 475,87
 
Landsmeðaltal 2011 er meðalverð til bænda í fyrra og innifelur uppbætur sem greiddar voru fyrr á þessu ári.
 
Verðin eru námunduð að næstu heilu krónu en reiknuð út með fullri nákvæmni.Heildarverð er þó birt með aukastöfum til að draga fram mun á milli afurðastöðva sem sumstaðar er lítill eins og sjá má í töflunni.
 
Prósentuhækkanir sem sum félögin hafa gefið út miðast við grunnverð þeirra árið 2011, en telja ekki með uppbæturnar sem getið er hér að ofan.


back to top