Klaufskurðarbásinn sýndur

Notkun á klaufskurðarbási Kynbótastöðvar Suðurlands verður sýnd á Tilraunabúinu Stóra-Ármóti á morgun, föstudaginn 9. nóvember n.k. frá kl. 13-16. Ástæða er til að hvetja bændur og aðra áhugasama um að kynna sér klaufskurðinn því það er viðurkennd staðreynd að illa hirtar klaufir og fótamein hafa verulega neikvæð áhrif á líðan kúa og þar með nyt og frjósemi.

Á fimmtudaginn er von á hjónunum og klaufskurðarmeisturunum Bent og Jonnu Frandsen en Guðmundur Skúlason (Mummi) og Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri sóttu námskeið til þeirra í vor til Danmerkur. Þau munu sýna verklag sitt og handbragð á Stóra-Ármóti auk þess sem þau munu vera með þeim nöfnum í nokkra daga til að hjálpa þeim af stað.


back to top