Kjarnfóður lækkar í verði.

Á undanförnum vikum hafa kjarnfóðursalar verið að lækka verð á fóðri.  Nú síðast var það SS sem lækkaði verð á öllu fóðri um 2% og bætiefnablöndum um 7%.  Áður höfðu Fóðurblandan, Bústólpi, Lífland og Landstólpi lækkað kjarnfóðurverð.  Á vefsíðu Landssambands kúabænda naut.is má finna verðlista kjarnfóðurs eins og hann lítur út 15. janúar 2014.


back to top