Íslenskur landbúnaður 2018

Stór landbúnaðarsýning verður í Laugardalshöll dagana 12. – 14. október næstkomandi.  Þar verða tæplega 100 sýnendur og fjöldin allur af alls kyns nýjungum og fyrirlestrar verða á laugardag og sunnudag.
Sýningin hefst með opnunarhófi kl. 13.00 föstudaginn 12. okt. Þann dag er opnunartími 14.00–19.00, á laugardag 13. okt. 10.00–18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00–17.00.

Miðar gilda alla helgina en miðaverð er kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Félagsmenn í Bændasamtökum Íslands fá senda boðsmiða á sýninguna sem gilda alla sýningardagana. Tímarit Bændablaðsins kemur út vikuna fyrir sýningu og mun þjóna sem sýningarblað. 

Fyrirtækið Ritsýn sf. stendur fyrir sýningunni.

Sjá má meira inná síðu Bændablaðsins http://www.bbl.is/baendabladid/um-baendabladid/landbunadarsyning-2018/

Svo er facebook-síða sýningarinnar  Íslenskur landbúnaður 2018


back to top