Fósturvísainnlögn hjá Nautís

Í gær fimmtudaginn 20. september hófst fósturvísainnlögn með fósturvísa sem komu til landsins í byrjun ágúst. Fósturvísarnir eru 38 að tölu og eru 13 undan nauti nr 74043 Hovin Hauk, 12 undan nauti nr 74029 Horgen Eirie og svo 13 fósturvísar sem teknir voru vorið 2017 undan nauti nr 74039 eða Stóra Tígri. Í gær voru fósturvísar settir upp í fjórar kýr og í dag bætast aðrar 4 kýr við, restin verður svo sett upp um mánaðarmótin. Þær kýr sem halda bera þá væntanlega um mánaðarmótin júní júlí

Á meðfylgjandi mynd má sjá teymið okkar í fósturvísainnlögnum. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir, Guðmundur Jón Skúlason frjótæknir, Baldur Sveinsson bústjóri og Sveinn Ólason dýralæknir.

 

 

 


back to top