Kálfar hjá Nautís komnir í einangrun

Fimmtudaginn 4. október var einangrunarhluti Nautís á Stóra Ármóti tekinn í notkun. Þeir 12 kálfar sem fæddust í haust voru færðir þar inn, 7 kvígur og 5 naut. Einangrunartíminn er 9 mánuðir og lýkur því 4. júlí 2019. Í leiðinni voru kálfarnir vigtaðir og var 0001 Vísir þyngstur eða 91 kg og hafði hann þá vaxið um 1460 gr á dag frá fæðingu. Flestir kálfanna voru að þyngjast um 1200 til 1300 gr á dag.


back to top