Íslandsmyndasafn Mats

Í fjölda ára hefur Mats Wibe Lund, ljósmyndari, flogið yfir sveitir landsins og myndað byggð ból og bæi. Á þessum tíma hefur Mats safnað miklu magni stórglæsilegra ljósmynda sem er ekki aðeins gaman að skoða heldur eru einnig merkileg heimild um ásýnd landsins og sveitanna á hverjum tíma. Mats hefur eytt miklum tíma undanfarin ár í að gera þessar myndir aðgengilegar til skoðunar á vefnum, www.mats.is.
Sjálfsagt er fyrir bændur og búalið að skoða myndir af sínum bæjum og sveitum, bæði til gagns og gamans. Ekki spillir að hægt er að velja sér mynd ef hugur stendur til, fá prentaða og innrammaða og hengja upp, t.d. í stofunni.
Mats hefur einnig beðið okkur að koma á framfæri þeirri ósk sinni að fólk komi til sín leiðréttingum á bæjarheitum og örnefnum sé rangt farið með í myndasafninu þannig að það verði sem best og réttast.
Endilega gefið ykkur tíma til þess að kíkja á Íslandsmyndasafn Mats. Það er vel þess virði.


back to top