Huppu-námskeið í gangi

Nú stendur yfir námskeið í skýrsluhaldskerfinu Huppu á Hvolsvelli. Þátttakendur eru 9 talsins, áhugasamir og framsæknir kúabændur í Rangárvallasýslu. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir og Magnús B. Jónsson nautgriparæktarráðunautar.
Við bendum á að næsta Huppu-námskeið verður á Selfossi þann 10. apríl n.k.
Hægt er að skrá sig hjá Bændasamtökunum í síma 563 0300 eða á netfangið bella@bondi.is eða hjá Búnaðarsambandinu í síma 480 1800 eða á netfangið bssl@bssl.is.


back to top