Aðalfundur LS hafinn

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hófst í dag kl. 10.:00 og stendur til hádegis á morgun. Ljóst er að formannsskipti verða á fundinum en Sindri Sigurgeirsson, formaður LS, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Tveir frambjóðendur hafa boðið sig fram en þeim gæti þó fjölgað fyrir kosninguna. Þeir eru Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi, og Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni í Kelduhverfi. Þórarinn hefur setið í stjórn LS frá 2007 og er nú varaformaður samtakanna. Hann er jafnframt formaður fagráðs í sauðfjárrækt. Einar hefur starfað lengi að málefnum sauðfjárbænda og á nú sæti í varastjórn samtakanna. Einar er jafnframt formaður deildar sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi N-Þingeyjarsýslu sem er eitt aðildarfélaga LS.
Fjöldi mála er á dagskrá fundarins, m.a. sem lúta að búvörusamningum, landnýtingu, rannsóknum í sauðfjárrækt og kjaramálum.
Eftir hádegi á morgun verður síðan málþing um ræktunarmarkmið greinarinnar frá kl. 13.00-16.30.
Málþingið verður haldið á Hótel Sögu í ráðstefnusalnum Heklu og er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Sjá nánar:
Dagskrá aðalfundar LS
Tillögur á aðalfundi LS
Setningarræða formanns LS


back to top