Hraunkot situr sem fastast á toppnum

Niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni við lok febrúar 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 95% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið. Helstu niðurstöðurnar eru þær að 22.342,9 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.526 kg sl. 12 mánuði, sem er hækkun um 16 kg frá síðasta uppgjöri. Hæsta meðalnytin við lok febrúar var á sama búi og setið hefur efst á þessum lista undanfarna mánuði, í Hraunkoti í Landbroti, V.-Skaft., 8.136 kg. Næsthæstu meðalafurðirnar voru á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 7.888 kg á árskú og í þriðja sæti í röðinni var búið á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, Rang., þar sem meðalnytin var 7.848 kg. Á 22 búum fór meðalnytin yfir 7.000 kg.

Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var hin sama og í mánuðinum á undan, Blíða nr. 1151 í Flatey á Mýrum, A.-Skaft., nyt hennar var 12.447 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Samba nr. 257 í Útvík í Skagafirði en hún mjólkaði 12.232 kg. Hin þriðja á þessum lista var Guðrún nr. 356 á Steindyrum í Svarfaðardal, Eyj. og mjólkaði hún 11.982 kg. Alls náðu 11 skýrslufærðar kýr að fara yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum.


Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


Hraunkot situr sem fastast á toppnum

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir septembermánuð hafa nú verið birtar. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldi. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 22.308,2 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.346 kg síðustu 12 mánuðina. Þetta er 12 kg meiri meðalnyt en að loknu ágústuppgjöri. Hér á Suðurlandi hafa afurðir aukist heldur meira eða um 23 kg/árskú og standa nú í 5.458 kg/árskú.
Hæsta meðalnyt var í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.165 kg, næsthæstu meðalafurðir voru í Reykjahlíð á Skeiðum, 7.973 kg og þriðja búið í röðinni er á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð en þar voru meðalafurðirnar 7.960 kg. Þetta eru sömu búin og sátu efst í síðasta mánuði, röðin er þó aðeins önnur, búin í Reykjahlíð og á Kirkjulæk hafa skipt um sæti.
(meira…)


back to top