Opinn dagur á Stóra Ármóti

Haldinn verður opinn dagur á Stóra Ármóti föstudaginn 11. nóvember n.k. Vonast er til að bændur og þéttbýlisbúar sæki búið heim. Í boði verður kynning á starfsemi tilraunabúsins, Búnaðarsambands Suðurlands auk fleiri stofnana og fyrirtækja. Fyrirtækjum sem tengjast landbúnaði er boðin þátttaka. Vegna plássleysis er þó ekki um eiginlega vörusýningu að ræða heldur er þetta frekar vettvangur fyrir kynningu og umræðu.
Áhugasamir hafi samband við Grétar Hrafn á ghh@lbhi.is eða Svein á sveinn@bssl.is fyrir 1. nóvember n.k.


back to top