Fundur í tilraunanefnd Stóra Ármóts 22. sept. 2011

Fundargerð
Fundur í tilraunanefnd Stóra Ármóts haldinn 22. september 2011 í fundarsal á Stóra Ármóti.

Mættir: Grétar Hrafn Harðarson, Þóroddur Sveinsson, Runólfur Sigursveinsson, Jóhann Nikulásson, og Guðni Þorvaldsson.
Forfallaðir: Margrét Ingjaldsdóttir.
Þá var Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Stóra Ármóts ehf., boðið að sitja fundinn.

  1. Tilraunastjóri bauð fundarmenn velkomna á þennan fyrsta tilraunanefndarfund eftir nokkurt hlé. Þá dreifði hann yfirliti um það sem hefur verið að gerast á Stóra Ármóti, í búrekstri og tilraunastarfi og vísast til þess að mestu.

  2. Heyfengur er með minna móti í magni en gæði eru prýðileg. Munar tæpum 300 rúllum. Ástæður eru árferði, vaxandi ágangur álfta, og nýræktir eru ekki farnar að skila fullri uppskeru. Korn á 17 ha var skorið í gær og uppskera um 100 tonn sem gefur tæp 6 tonn af ha.

  3. Afurðir kúnna eru góðar og þá sérstaklega efnainnihald. Ársyfirlit í ágústlok var 6.800 kg á kú, prótein 3,46 % og fituinnihald 4,23 % sem segir okkur að trénisnýting og þar af leiðandi melting kúnna sé í góðu lagi. Aukið efnainnihald samanborið við meðaltal á landsvísu skilar 850 þúsundum kr aukalega á ári. Athygli vakti lágt efnainnihald í júlí sem bendir til þess að beit sé ekki nægjanlega góð á þeim tíma.

  4. Grétar gerði grein fyrir þeim tilraunum sem unnið hefur verið að á síðustu misserum. þ.e. verkefnin Hraustar kýr; aukin sjálfbærni í fóðrun mjólkurkúa, þar sem skoðuð er byggfóðrun og verkefnið Kvígur24, sem er verkefni um uppeldi kvígna. Við megum gera betur í því að koma því á framfæri sem er verið að gera og þá líka að minna á og rifja upp það sem liggur fyrir. Umræður urðu um að rannsóknafólkið hjá LbhÍ er í auknum mæli notað við kennslu sem eðlilega bitnar á rannsóknum. Runólfur benti á að við þyrftum kostnaðarmeta hlutina meira, huga að hvaða verkefnum við eigum að sinna og reyna að gera okkur grein fyrir þróuninni næstu ár.

  5. Á síðasta ári var bóluefnið Startvac sem á að draga úr júgurbólgu rannsakað á Stóra Ármóti, Hvanneyri og 5 öðrum búum. Efnið er dýrt og því þörf á að rannsaka virkni þess. Fyrstu niðurstöður benda ekki til þess að bóluefnið hafi áhrif á frumutölu til lækkunar. Eftir stendur að júgurbólgustaðan hjá kúabændum er slæm og full þörf á því að reyna að átta sig á orsökum og koma með ráðgjöf um úrbætur.

  6. Í vetur verða í gangi verkefni sem lúta að júgurheilbrigði, uppeldi kvígukálfa og dauðfæddum kálfum en í því verkefni verður leitað samstarfs við bændur á Suðurlandi

  7. Þóroddur fór yfir starfsemi LbhÍ sem tengjast jarðrækt. Verkefni á sviði endurmenntunar “Sáðmaðurinn“ gengur vel, mörg áhugaverð nemendaverkefni eru í gangi. Í áburðartilraunum er einkum leitað eftir áburðarsvörun í túnum. Öflugar yrkjaprófanir hafa verið í gangi m.a. með axhnoðapunt og hávingul bæði hjá bændum og á tilraunabúunum. Áfram eru belgjurtir rannsakaðar, vetrarrúgur, repja ofl. Grétar dreifði fjölriti af skrifum Guðna Þorvaldssonar frá árinu 1983 um blöndu af korni og fóðurkáli til votheysgerðar. Bygg og repja saman er magnað fóður. Repjan próteinrík, byggið hækkar þurrefnið og kemur inn með orkuna. Ástæða væri að gera athugun á þessarri blöndu í stæðugerð en framsæknir bændur eru þegar farnir að reyna það.

  8. Jóhann sem kemur sem fulltrúi LK inn í nefndina og hafði leitað eftir áliti kúabænda á atriðum sem vert væri að huga að í tilraunastarfinu á stjórnarfundi LK deginum áður. Kom inn á 3 atriði sem mætti huga að:



    1. Huga að jurtum og fóðrun sem eykur próteininnihald í mjólk

    2. Hvernig er hægt að gera búin sjálfbærari í fóðuröflun. Auka hlut heimaaflaðs fóðurs.

    3. Kálfafóðrun víða ábótavant. Gera samanburðartilraun með eldi á því kálfafóðri sem er markaðnum
      Þá benti Jóhann á að mikill og vaxandi áhugi er meðal bænda á jarðrækt. Áhugann þarf að virkja og stoðkerfið þarf að fylgja þessu eftir.


  9. Sveinn greindi frá því að opið hús er fyrirhugað á Stóra Ármóti föstudaginn 11. nóvember þar sem tilraunastarfið og starfsemi Búnaðarsambandsins verður kynnt.
Sveinn Sigurmundsson.


back to top