Haustfundir sauðfjárræktarinnar

Hinir árlegu sauðfjárræktarfundir Búnaðarsambands Suðurlands verða haldnir dagana 19. og 20. nóvember n.k. Á fundunum verður farið yfir niðurstöður hrútasýninga og veittar viðurkenningar. Hrútakosti Sauðfjársæðingastöðvarinnar verður lýst og farið yfir stöðu stöðvarinnar.

Fundað verður á eftirtöldum stöðum:

Miðvikudaginn 19. nóvember:
• Smyrlabjörg kl. 14:00
• Hótel Klaustur kl. 20:00

Fimmtudaginn 20. nóvember:
• Heimaland kl. 14:00
• Félagsheimilið Flúðum kl. 20:00


Stefnt verður að því að hafa hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna tilbúna og verður henni dreift á fundunum. Eftir fundina er hægt að nálgast skránna á skrifstofum Búnaðarsambandsins eða á heimasíðu þess www.bssl.is


back to top