Grétar Hrafn Harðarson hættir sem tilraunastjóri

Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og tilraunastjóri á Stóra Ármóti frá árinu 2000 hefur látið af störfum sem tilraunastjóri. Sökum manneklu við LbhÍ frestast framkvæmd á tilraun sem búið var að undirbúa og átti að hefjast nú á haustdögum en hún snýst um að skoða áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur og þá sérstaklega fituinnihald mjólkur. Búið var að fá 5 milljónir króna úr þróunarsjóði nautgriparæktar til verkefnisins.
Grétari eru hér með þökkuð vel unnin störf um leið og honum er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 


back to top