Einar Öder Magnússon heiðraður af LH

Einar Öder Magnússon var heiðraður gullmerki Landssambands hestamannafélaga um síðustu helgi fyrir framlag sitt til hestamennskunnar.  Einar gat því miður ekki verið viðstaddur en Svanhvít Kristjánsdóttir kona Einars og Magnús Öder Einarsson sonur hans tóku við viðurkenningunni fyrir hans hönd.  Einar sendi þó félögum sínum kveðju á myndbandi sem sjá má á hestafrettir.is, en slóðin fylgir hér Einar Öder sendir okkur kveðjur og þakklæti. Myndbandið segir allt sem segja þarf og Búnaðarsamband Suðurlands óskar Einari til hamingju með viðurkenninguna.
Meðfylgjandi mynd af Einari tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.


back to top