Ólafur R. Dýrmundsson lætur af störfum hjá BÍ

Frá og með síðustu áramótum hætti dr. Ólafur R. Dýrmundsson störfum hjá Bændasamtökum Íslands. Dr. Ólafur fæddist 18. maí 1944 í Reykjavík, hann var stúdent frá MR 1964. Búfræðikandídat (B.Sc.Hon) frá The University College of Wales, Aberystwyth, Bretlandi (landbúnaðardeild) 1969. Doktorspróf frá sama háskóla (Ph.D) 1972. Við Bændaskólann á Hvanneyri starfaði hann frá 1972-1977. Hann starfaði hjá Bændasamtökum Íslands frá stofnun þeirra 1995 og áður hjá fyrirrennara þeirra Búnaðarfélagi Íslands frá 1977, fyrst sem landnýtingarráðunautur, en frá 1985 sauðfjár- og beitarráðunautur og síðustu 20 ár sem ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar auk ýmissa annarra verkefna.

Þeir verkþættir sem Ólafur sinnti voru fjölbreytilegir og hefur nú verið deilt niður á aðra aðila sem eru taldir hér að neðan.
Landsmarkaskrá: Umsjón með skráningu búfjármarka verður í höndum Hallveigar Fróðadóttur, BÍ.
Geitfjárrækt: A) Leiðbeiningar og skýrsluhald verður hjá Eyþóri Einarssyni RML. B) Greiðsla stofnverndarframlags verður hjá Ernu Bjarnadóttur, BÍ.
Lífrænn búskapur: A) Leiðbeiningar verða í höndum Lenu Reiher, RML. B) Aðlögunarstuðningur verður hjá Ernu Bjarnadóttur, BÍ.
Landnýting: A) Leiðbeiningar um beit og uppgræðslu verða hjá Borgari Páli Barasyni, RML. B) Stjórnsýsla, svo sem fjallskilasamþykktir, samþykktir um búfjárhald, vörslu búfjár, girðingar og búfé á vegsvæðum. Ýmis má sem upp koma hjá bændum og sveitarfélögum, Elías Blöndal Guðjónsson, BÍ.
Verndun erfðaauðlinda: A) Vegna FAO, EAAP og ESB verður hjá Þorvaldi Kristjánssyni, RML. B) Vegna ERFP, CryoWEB og EFABISNet verður hjá Birnu Baldursdóttur LBHÍ.
Umhverfis og eftirlitsmál, þar með velferð búfjár, verður hjá Ernu Bjarnadóttur og Elíasi Blöndal Guðjónssyni, BÍ og Sigurði Eyþórssyni, LS.
Ýmis upplýsingagjöf, innlend og erlend, svo sem um réttir, verður hjá Erlu Gunnarsdóttur, Bændablaðinu.


back to top