Fréttir frá Nautís Stóra Ármóti

Kýrin Dallilja nr 374 bar í nótt tveimur kvígukálfum sem voru nefndar 0003 Steina sem var 35 kg og 0004 Sveina sem var 29 kg. Burðurinn gekk vel og heilsast öllum vel. Kvígurnar eru undan Stóra Tígri 74039 og Letti av Nordstu 532. Fyrir eru albræður þeirra 0001 Vísir og 0002 Týr. Þá er hafin undirbúningur fyrir næstu fóstuvísainnlögn sem verður nú um 20. september og í byrjun október en 38 kýr eru undirbúnar fyrir það. Næstu daga er svo von á 8 kálfum í viðbót.


back to top