Fyrsti Angus kálfurinn fæddur

Í morgun 30. ágúst kl 5:13 fæddist fyrsti kálfurinn úr innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi í einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti.

Nautkálfur sem hefur hlotið nafnið Vísir og er undan Stóra Tígri 74039. Á næstu dögum munu 10 kýr bera hreinræktuðum Angus kálfum.

Þá verða settir upp þeir 42 fósturvísar sem til eru nú í september og er búið að safna 38 kúm til að setja þá í.


back to top