Fréttir frá einagrunarstöðinni Stóra Ármóti

Einangruninni sem kálfarnir hafa verið í lauk 4. júlí en þá voru þeir búnir að vera í 9 mánuði í einangrun. Sýnatöku sem og greiningu á þeim er lokið. Öll sýnin voru laus við þá sjúkdóma sem skimað var fyrir og að lokinni yfirferð og samþykki frá Mast er frjálst að afhenda þá hvert sem er á landinu. Undirbúningur að sæðistöku úr nautunum er hafin og vonandi gengur sæðistakan eftir áætlun en það er til dreifingar um leið og nothæft sæði næst. Þá eru 10 Angus kálfar fæddir en síðasta kýrin ber næstu daga. Það hafa fæðst 7 kvígur og 3 naut. Fæðingarþungi er frá 37 kg og upp í 49 kg. Burður hefur gengið vel og eru kálfarnir hinir sprækustu. Nánari grein verður gerð fyrir þeim fljótlega. Myndin er af Val nr 17  sem er undan Hovin Hauk með móður sinni.


back to top