Angus kálfar eftir aðra fósturvísainnlögn fæðast

Þann 29. júní bar kýrin Gylta nr 640 Angus nautkálfi undan Hovin Hauk 74043 og Mose av Grani. Kálfurinn vóg 48,6 kg og er óvenju bollangur. Kálfurinn hefur hlotið heitið Haukur nr 0013.  Í gær fæddist svo kvígukálfur undan Stóra Tígri og Letti av Nordstu og er hún alsystir Vísis, Týs og fleiri kálfa sem fæddust síðasta haust. Hún hefur hlotið nafnið Systa 0014. Næstu daga og vikur bera svo aðrar 9 kýr.

 

 


back to top