Hækkun sæðingagjalda

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar sem hefur verið óbreytt frá fyrri hluta árs 2017. Ástæður eru miklar launahækkanir, aukin kostnaður við sæði og sæðingavörur, m.a vegna kostnaðar við Sperm Vital sæði. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um rúm 20 %. Árgjald á grip hækkar úr 2900 kr í 3500 kr og hækkun á grip kr 600,- á ári en 150 kr ársfjórðungslega. Bú sem greiðir af 50 gripum greiðir því 175.000,- kr. í sæðingagjöld á ári. Ef 2 sæðingar þarf á grip er kostnaður sem bóndi greiðir 1750 kr á sæðingu.

Kúafjöldi var að venju yfirfarinn um áramót og nú var fjöldi árskúa 2018 notaður til grundvallar í fyrsta sinn en áður hafði verið stuðst fjölda kúa um áramót.  Á miðju ári verður síðan árskúafjöldi endurskoðaður. Árskýrnar eru aðeins færri en kýr um áramót


back to top