Hækkun sæðingagjalda

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar.  Ástæður eru launahækkanir, aukin kostnaður við sæði og sæðingavörur, m.a vegna kostnaðar við Sperm Vital sæði og hallarekstur á síðasta ári.  Árgjald á grip hækkar úr 3.500 kr í 4.500 kr og hækkun á grip kr 1000,- Þá hefur verið ákveðið að innheimta sæðingagjöldin á tveggja mánaða fresti sem þýðir að þá er innheimt 750 kr á grip. Bú sem greiðir af 50 gripum greiðir því 225.000,- kr. í sæðingagjöld á ári og  37.500,- kr á tveggja mánaða fresti. Ef 2 sæðingar þarf á grip er kostnaður sem bóndi greiðir 2.250 kr á sæðingu sem er með ódýrustu sæðingagjöldum á landinu.

 


back to top