Fræðslufundir fyrir kúabændur

Búnaðarsamband Suðurlands stendur fyrir fræðslufundum fyrir kúabændur dagana 27. og 28. október n.k. Fjallað verður um prótein í mjólk, fóðuráætlanagerð með NorFor, ný naut í notkun veturinn 2010-11, niðurstöður jarðræktartilrauna á Stóra-Ármóti, jarðræktarforritinu jörð.is og loks lækkun framleiðslukostnaðar á kúabúum þar sem stuðst verður við tölur úr Sunnu-verkefninu
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Hótel Kirkjubæjarklaustur miðvikudaginn 27. október kl: 13:30

Smyrlabjörg miðvikudagskvöldið 27. október kl: 20:30

Hótel Hvolsvöllur fimmtudaginn 28. október kl: 13:30

Stóra-Ármót fimmtudagskvöldið 28. október kl: 20:30

Á fundina mæta ráðunautarnir Guðmundur Jóhannesson, Margrét Ingjaldsdóttir og Runólfur Sigursveinsson.


back to top