Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir ráðin aðstoðarmaður ráðherra

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ráðið Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur í starf aðstoðarmanns ráðherra. Hún hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu. Gunnfríður hefur frá árinu 2007 starfað sem nautgriparæktarráðunautur hjá BÍ en verður nú í leyfi frá störfum þó hún sinni áfram tilteknum verkefnum.

Gunnfríður Elín er búfræðingur að mennt með meistaragráðu í erfða- og kynbótafræðum frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn.


back to top