Fræðslu og kynningarfundir um heyverkun

Fyrirhugaðir eru fræðslu og kynningarfundir um heyverkun undir yfirskriftinni Gætir þú náð meiri gæðum í heyin ? Það er Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir Dýralæknamiðstöðinni Hellu sem stendur fyrir fundunum en ásamt honum mun Henk Van Bergen bóndi og sérfræðingur í heyverkun verða með erindi. Fundirnir verða sem hér segir;

Hótel Varmahlíð, Skagafirði þriðjudaginn 2. apríl kl 13:30

Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 3. apríl kl 13:30

Hótel Stracta, Hellu, fimmtudaginn 4. apríl kl 13:30


back to top