Fóðurblandan birtir verð á sáðvöru

Fóðurblandan hefur birt verð á sáðvöru fyrir vorið 2011. Verðbreytingar eru mismiklar eftir tegundum og í reynd má segja að verð á grasfræi sé hið sama og í fyrra hjá Fóðurblöndunni. Þannig hækka tvö yrki vallarfoxgrass um 6% meðan að önnur lækka um 1%. Grasfræblöndur lækka um 1% milli ára. Þetta þýðir að Fóðurblandan býður bestu verðin á ár hvað grasfræ snertir.
Ef ltið er á korn til þroska þá hækkar það um 10-31% hjá Fóðurblöndunni. Mest er hækkunin á höfrum en minnst á 6 raða byggi (Olsok og Ven). Bygg til þroska kostar frá 143 kr/kg upp í 155 kr(kg hjá Fóðurblöndunni sem er álíka og hjá Lnadstólpa og Líflandi.
Grænfóðurfræ hækkar mismikið hjá Fóðurblöndunni og lækkar jafnvel. Sumarrýgresi og sumarhafrar hækka um 20%, vetrarrýgresi um 19%, vetrarrepja um 1,4-9% og verðá sumarrepju er óbreytt milli ára. Þá lækkar verð á fóðurnæpum og fóðurmergkál lækkar um hvorki meira né minna en 61% en kostar þó eftir sem áður 799 kr/kg.

Við hvetjum bændur til að bera saman verð og greiðslukjör áður en ákvörðun um sáðvörukaup er tekin.

Sáðvöruverðskrá Fóðurblöndunnar vorið 2011


back to top