Allnokkur hækkun á sáðvöru milli ára

Landstólpi hefur birt sáðvöruverðskrá sína fyrir vorið 2011. Fyrirtækið hækkar flestar tegundir allverulega og t.d. hækkar vallarfoxgras um 5-28%, grasfræblöndur um 15,5%-18% og vallarrýgresi um 28%. Grænfóðurfræ eins og rýgresi hækkar um 40% en sumarrepja lækkar í verði um 24%. Bygg til þroska hækkar um 21-25% milli ára hjá Landstólpa og er verðið á bilinu 140-149 kr/kg.
Lífland birti sitt sáðvöruverð fyrir um hálfum mánuði og þar voru hækkanir öllu minni eða 6-11% á vallarfoxgrasi, 7-9% á grasfræblöndum og 8% á vallarrýgresi svo dæmi séu tekin.

Þrátt fyrir meiri verðhækkanir milli ára hjá Landstólpa eru verðin á svipuðu róli og hjá Líflandi. Ef litið er á grasfræblöndur eru verðið á bilinu 693-736 kr/kg hjá Landstólpa en 695 kr/kg hjá Líflandi. Bygg til þroska kostar eins og áður sagði 140-149 kr/kg hjá Landstólpa en 149-150 kr/kg hjá Líflandi. Vallarfoxgras kostar frá 576 kr/kg upp í 1.102 kr/kg hjá Landstólpa en 640-998 kr/kg hjá Líflandi. Ef litið er á grænfóður þá kostar vetrarrepja 544 kr/kg hjá Landstólpa en 490 kr/kg hjá Líflandi og vetrarrýgresi kostar 392 kr/kg hjá Landstólpa en 430 kr/kg hjá Líflandi.


Fóðurblandan hefur ekki birt sáðvöruverðskrá sína í ár.Sáðvöruverðskrá Líflands vorið 2011


Sáðvöruverðskrá Landstólpa vorið 2011


back to top