Fet valið ræktunarbú ársins 2007

Fet var valið ræktunarbú ársins 2007 en tilkynnt var um valið á uppskeruhátíð hestamannna sem haldin var á Broadway í gær. Óhætt er að segja er að búið á Feti sé vel að þessum verðlaunum komið. Þetta var í þriðja sinn sem Fet hlýtur nafnbótina ræktunarbú ársins en 1998 og 2004 hampaði búið henni. Á Feti rekur Karl Wernersson hrossabú og tamningastöð í samvinnu við Brynjar Vilmundarson, fyrrum eiganda búsins, en sem kunnugt er skipti búið um hendur fyrr á þessu ári.

Önnur bú sem voru tilnefnd eru:
Auðsholtshjáleiga
Blesastaðir 1a
Ketilsstaðir
Kvistir
Litlaland
Lundir II
Skagaströnd / Sveinn Ingi Grímsson
Skarð
Strandarhjáleiga
Vestri Leirárgarðar
Þúfa Landeyjum


Á uppskeruhátíðinni voru einnig veittar knapaviðurkenningar, m.a. kynbótaknapa ársins. Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:


Íþróttaknapi ársins:
Þórarinn Eymundsson


Gæðingaknapi ársins:
Viðar Ingólfsson


Kynbótaknapi ársins:
Þórður Þorgeirsson


Skeiðknapi ársins:
Sigurður Sigurðarson
Bergþór Eggertsson


Efnilegasti knapi ársins:
Valdimar Bergstað


Knapi ársins:
Þórarinn Eymundsson


back to top